Góður útisigur hjá Tindastólsstúlkum í Kópavogi

Flottur sigur hjá Tindastólsstelpum í Kópavogi. MYND:ÓAB
Flottur sigur hjá Tindastólsstelpum í Kópavogi. MYND:ÓAB

Á föstudagskvöldið mætti Tindastóll liði Augnabliks í Fífunni í 5. Umferð Inkasso deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn voru bæði lið með sex stig og áttu möguleika að ná fjórða sætinu í deildinni.

Leikurinn bauð upp á mikla baráttu og ætluðu bæði lið að hirða öll stigin þrjú. Tindastóll byrjaði að stjórna leiknum vel en síðan náði Augnablik að snúa blaðinu við og náði Tindastóll að verjast vel. Bæði lið voru að skapa sér góð færi en náðu ekki að nýta sér það. En það var ekki fyrr en á 31. mínútu þegar Tindastóll náði góðu spili upp völlinn endaði boltinn hjá Murielle Tiernan sem skoraði eftir frábæra sendingu frá Laufeyju Hörpu og staðan 1-0 fyrir Tindastól í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var ef við getum orðað það bara alveg eins mikill barátta en ekki voru gerð fleiri mörk en að sögn Bryndísar Rutar fyrirliða Tindastóls þá var þetta með lengri leikjum án framlengingar því mikið var af meiðslum í þessum leik, í fyrri hálfleik varð hún Jóna María fyrir því óláni þegar hún fékk heilahristing þegar hún fékk boltann í hausinn þegar hún var á bekknum og þurfti sjúkrabíll að mæta á svæðið og var henni skutlað beint upp á sjúkrahús. Þegar rétt rúmar tíu mínútur eru eftir þá tognaði María í hálsinum þegar hún lenti í samstuði við markmann Augnabliks og þurfti að kalla á sjúkrabíl aftur og var hún flutt einnig á sjúkrahús, Tindastóll voru einum manni færri því varamarkvörðurinn Bryndís Heiða þurfti að hlaupa upp í klefa að skipta um búning til þess að fara inn á fyrir Maríu.

Þessi sigur var algjör liðssigur af bestu gerð og sýnir hversu góð liðsheild við erum bætir Bryndís Rut við.

Tindastólstelpur eru komnar upp í fjórða sæti með níu stig og er aðeins þremur stigum á eftir Þrótti Reykjavík sem eru á toppnum í deildinni. Næsti leikur hjá stelpunum er í bikarnum á móti KR, leikurinn er á föstudaginn 28. júní og verður spilaður á Meistaravöllum í Vesturbænum klukkan 18:00.

/EÍG  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir