GSS í 7. sæti í Sveitakeppni GSÍ 18 ára og yngri drengja

Golfklúbbur Sauðárkróks sendi sveit til keppni í Sveitakeppni GSÍ 18 ára og yngri sem var haldin á Strandavelli við Hellu dagana 23.-25.ágúst. Þrettán lið voru skráð til keppni að þessu sinni.

Þeir sem skipuðu sveitina voru þeir Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hlynur Freyr Einarsson, Jónas Már Kristjánsson og Pálmi Þórsson. Með í för voru að sjálfsögðu þjálfarinn Mark Irving og fararstjórarnir voru þeir Rafn Ingi Rafnsson, Kristján Jónasson og Hjörtur Geirmundsson.

Keppnin hófst á föstudagsmorguninn með því að spilaður var 18 holu höggleikur sem kæmi til með að ráða niðurröðun sveita í riðla. Arnar Geir spilaði á 74 höggum, Elvar Ingi á 75 höggum og Atli Freyr og Hlynur voru báðir á 84 höggum. Þetta skilaði sér í 6. sætið og B riðil sem er mjög góður árangur og allir sáttir með þessa niðurstöðu.

Eftir erfiða keppnishelgi á móti sterkum liðum endaði GSS í 7. sæti á mótinu.

Á vef GSS er sagt frá því að strákarnir stóðu sig allir með mikilli prýði og voru klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan.

Hægt er að sjá nánar hvernig strákunum gekk inná vef Golfklúbbs Sauðárkróks.

Fleiri fréttir