Guðni þjálfar áfram og nokkrir leikmenn semja

Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls og Guðni Þór Einarsson, þjálfari meistaraflokks kvenna. Mynd: Tindastóll.
Þórhallur Rúnar Rúnarsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls og Guðni Þór Einarsson, þjálfari meistaraflokks kvenna. Mynd: Tindastóll.

Fyrir skömmu skrifuðu nokkrar heimastúlkur undir nýja samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Þær Bergljót Ásta Pétursdóttir, Eyvör Pálsdóttir og Krista Sól Nielsen skrifuðu allar undir sinn fyrsta samning á ferlinum. Þá framlengdu þær Guðrún Jenný Ágústsdóttir, Birna María Sigurðardóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga sína.

Á Fésbókarsíðu knattspyrnudeildarinnar kemur það einnig fram að Guðni Þór Einarsson hafi skrifað undir framlengingu á sínum samningi, nú sem aðalþjálfari ásamt Jóni Stefáni Jónssyni.

Þá er upplýst að penninn muni verða áfram á lofti fram að jólum og má búast við frekari undirskriftarfréttum á nstunni.

Hér er hægt að nálgast myndir frá undirskrift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir