Íslandsmótið í Boccia á Sauðárkróki

Mynd af eldra móti.MYND FEYKIR
Mynd af eldra móti.MYND FEYKIR

Gróska íþróttafélag fatlaðra stendur fyrir einstaklingskeppni í Boccia í Íþróttahúsinu á Sauðárkrók um næstu helgi. Von er á að rúmlega 160 keppendur verði á mótinu og með aðstoðarfólki verða þetta um 250 manns sem von er á í fjörðinn um helgina. Mótið hefst með mótssetningu kl 9:30 á laugardagsmorgni og keppni byrjar kl 10:00 og stendur til rúmlega 20:00. Síðan hefst mótið aftur kl 9:00 á sunnudagsmorgun og stefnt er á að því ljúki um 14:30. Verðlaunaafhending er að keppni lokinni. Lokahóf verður svo í Miðgarði á sunnudagskvöld frá kl 18:30 til um það bil 23:00 með mat og dansi.

 Kiwanisklúbbarnir Drangey og Freyjur munu sjá um dómgæslu.

 

Hér með auglýsist að þau vantar hjálp bæði í Íþróttahúsi við dómgæslu og einnig í sjoppu og matsal og svo vantar okkur aðstoð í Miðgarði. Eru ekki einhverjir tilbúnir að aðstoða okkur? hægt er að hafa samband við mig í síma 8523622 eða í skilaboðum á Facebook hjá formanni Grósku Salmínu S. Tavsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir