Jamie McDonough hættur hjá Tindastóli

Jamie McDonough. Mynd: ÓAB.
Jamie McDonough. Mynd: ÓAB.

Í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir að komist hafi verið að samkomulagi við Jamie McDonough að hann láti af störfum hjá félaginu. Jamie starfaði sem þjálfari meistaraflokks karla og var yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.

„Knattspyrnudeild Tindastóls þakkar Jamie fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningunni.

Jamie kom til starfa hjá Stólunum sumarið 2019 og voru miklar vonir bundnar við aðkomu hans í þeirri uppbyggingu sem þá var hafin á yngri flokkum Tindastóls en hann var þá kynntur sem menntaður kennari ásamt því að vera með UEFA A knattspyrnuþjálfaragráðu og með diplómu í þjálfun barna og íþróttasálfræði.

Tengd frétt: Jamie McDonough nýr þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastól

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir