Jón Gísli á skotskónum í Mjólkurbikarnum fyrir ÍA

Jón Gísli með mark í Mjólkurbikarnum fyrir ÍA
Jón Gísli með mark í Mjólkurbikarnum fyrir ÍA

Hinn 17 ára gamli  Jón Gísli Eyland Gíslason var á skotskónum fyrir ÍA í Mjólkurbikarnum í gær þegar þeir spiluðu á móti FH í 16-liða úrslitunum. Jón Gísli er ungur og efnilegur leikmaður og er sonur þeirra Ingunnar Ástu Jónsdóttur og Gísla Eyland Sveinssonar.

Jón Gísli spilaði nefnilega fyrir meistaraflokk Tindastóls og á 37 leiki fyrir félagið og eitt mark. Einnig á hann að baki 24 leiki fyrir U17 ára landsliði Íslands og hefur skorað í þeim 2 mörk síðan á hann líka 3 leiki fyrir U16. Núna í vor gerði Jón Gísli félagskipti til knattspyrnufélagsins ÍA sem er undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar.

Jón Gísli byrjaði á bekknum í leiknum en kom síðan inn á í hálfleik en markalaust var í hálfleik. Lars Marcus Johansson fór útaf fyrir Jón Gísla og var hann settur í hægri bakvörðinn sem hann er búinn að vera spila með landsliðinu og spilaði nokkra leiki hjá Tindastóli í bakverðinum. FH-ingarnir náðu að komast 2-0 yfir með mörkum frá Steven Lennon og Jákup Ludvig Thomsen en mörkin komu á 71 mínútu og 80 mínútu og staðan þar með 2-0. En það stóð ekki lengi, því rúmlega mínútu eftir mark FH-inga átti Jón Gísli fast skot á mark FH-inga sem markvörðurinn Vignir Jóhannesson réði ekki við og endaði boltinn í netinu og minnkaði hann þar muninn fyrir ÍA, en lengra komust þeir ekki og þar með FH-ingar komnir áfram í Mjólkurbikarnum. 

Feykir heyrði í kauða og spurði hann nokkurra spurninga út í leikinn.

Hvernig var tilfinningin þegar þú komst inn á í fyrsta alvöru leiknum þínum með ÍA?
„Tilfinningin var mjög góð, gott að fá sénsinn á þessum tímapunkti og var ég sáttur með mína innkomu“
Hvernig leið þér inná vellinum?
„Mér leið mjög vel inn á vellinum og var tilbúin þegar kallið kom og nýtti tækifærið vel"
Hvernig var síðan að sjá boltann syngja í netinu?
„Það var mjög gaman að sjá boltann í netinu og koma okkur inn í leikinn aftur en svekkjandi að ná ekki jöfnunarmarkinu eftir að við lágum á þeim þarna í lokinn“
Eitthvað að lokum?
„Það er rosalega góð stemming í liðinu og liðsheildin er mikill en við látum þetta ekki stoppa okkur við förum bara fulla ferð áfram í næstu leiki“ segir Jón Gísli

 Þetta er fyrsta markið hans fyrir félagið og einnig var hann að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir ÍA. Vonandi fáum við að sjá hann oftar í leikjum liðsins í sumar.

Markið hans má sjá fyrir neðan

/EÍG

 

Jón Gísli

Mark hjá Jóni Gísla

Posted by Feykir on Föstudagur, 31. maí 2019
Jón Gísli

Mark hjá Jóni Gísla

Posted by Feykir on Föstudagur, 31. maí 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir