Jón Gísli genginn til liðs við Skagamenn

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, og Jón Gísli Eyland Gíslason við undirritunina í gær. MYND AF VEF ÍA
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, og Jón Gísli Eyland Gíslason við undirritunina í gær. MYND AF VEF ÍA

Í gær gekk Knattspyrnufélag ÍA á Akranesi frá samningi við hinn bráðefnilega Króksara, Jón Gísla Eyland Gíslason, en Skagamenn leika í efstu deild á komandi sumri. Jón Gísli gengur til liðs við KFÍA frá Tindastóli en hann er fæddur 2002 og hefur þegar spilað 37 leiki með 2. deildar liði Tindastóls og skorað eitt mark. Þá hefur Jón Gísli leikið 13 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og þrjá leiki með U-16.

Fram kemur í frétt á vef ÍA að Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks karla, sé himinlifandi með að Jón Gísli hafi gengið til liðs við KFÍA. Þetta sé ungur og efnilegur leikmaður sem eigi framtíðina fyrir sér. 

Sem er laukrétt hjá Jóa Kalla því þrátt fyrir ungan aldur var Jón Gísli orðinn fastamaður í byrjunarliði Tindastóls aðeins 15 ára gamall og var ómissandi partur af liðinu síðastliðið sumar, en kappinn spilaði jafnan í stöðu djúpliggjandi miðjumanns – það gera ekki margir 16 ára strákar í meistaraflokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir