Karl og Theodór sigursælir

Karl sprettir úr spori í 60 m hlaupi. Mynd af Facebooksíðu Meistaramóts öldunga.
Karl sprettir úr spori í 60 m hlaupi. Mynd af Facebooksíðu Meistaramóts öldunga.

Meistaramót öldunga í frjálsíþróttum innan húss var haldið í Laugardalshöllinni helgina 16.-17. febrúar. Keppendur á mótinu nú voru 65. Tveir keppendur kepptu undir merkjum UMSS, feðgarnir Karl Lúðvíksson og Theodór Karlsson og gerðu það gott, unnu til sjö gullverðlauna,  einna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna.

Theodór Karlsson UMSS (40-44 ára) sigraði í hástökki, langstökki, þrístökki og stangarstökki.

Karl Lúðvíksson UMSS (65-69 ára) sigraði í 60 m hlaupi, hástökki og langstökki, varð í 2. sæti í 60 m grindahlaupi og í 3. sæti í stangarstökki.

 

Fleiri fréttir