Konni áfram með Stólunum

Konni í baráttunni gegn liði Aftureldingar síðasta sumar. MYND: ÓAB
Konni í baráttunni gegn liði Aftureldingar síðasta sumar. MYND: ÓAB

Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls nú um helgina var tilkynnt að fyrirliði liðsins, Konráð Freyr Sigurðsson, hafi skrifað undir samning við Tindastól um að spila með liðinu nú í sumar. Þetta er hið besta mál enda Konni gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Tindastóls.

Tilkynningin frá knattspyrnudeildinni er á þessa leið: „Okkur er það sönn ánægja að tilkynna að fyrirliði karlaliðsins í fyrra, Konráð Freyr Sigurðsson, eða Konni eins og allir þekkja hann, hefur skrifað undir samning við Tindastól og mun því spila áfram með félaginu næsta tímabil. Vart þarf að fjölyrða um hversu mikilvægt þetta er fyrir karlalið okkar enda Konni verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár. Konni er þrátt fyrir ungan aldur einn af reynslumestu leikmönnum liðsins og mun á næsta ári hefja sitt sjöunda meistaraflokkstímabil í Tindastólstreyjunni.“

Samkvæmt upplýsingum Feykis er nú unnið að því að semja við heimamenn um að spila með liðinu áður en hafist verður handa við að styrkja hópinn enn frekar svo liðið verði klárt í slaginn fyrir sumarið. Lið Tindastóls spilar sem fyrr í 2. deildinni en liðið bjargaði sér frá falli í fyrrasumar með glæsilegum endaspretti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir