Kormákur/Hvöt leitar þjálfara

Knattspyrnusumarið 2021 er handan við hornið og nú býðst metnaðarfullum þjálfara tækifæri til að setja mark sitt á það. Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar horfir spenntur til sumarsins, þar sem stefnt er að því að gera enn betur en síðustu leiktíðir.

Síðustu tvö ár hefur Kormákur/Hvöt verið við þröskuld þess að komast upp úr 4. deildinni og nú er lag að klára málið! Ert þú þjálfarinn sem hefur það sem til þarf? 

Nánari upplýsingar veitir meistaraflokksráð Kormáks/Hvatar, KHKnattspyrna@gmail.com

Nú nýverið tók nýtt meistaraflokksráð við hjá Kormáki/Hvöt en það skipa Lee Ann Maginnis og Sigurður Bjarni Aadnegard frá Hvöt og Viktor Ingi Jónsson og Björgvin Brynjólfsson frá Kormáki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir