Kormákur/Hvöt með góðan sigur í 4. deildinni

Kormákur/Hvöt er komið upp í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á Úlfunum.
Kormákur/Hvöt er komið upp í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á Úlfunum.

Á föstudagskvöldið fengu Kormákur/Hvöt (K/H) Úlfana í heimsókn í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í fimmta sæti deildarinnar með ellefu stig en Úlfarnir með tólf stig, því mikilvægur leikur til þess að halda sér í toppbaráttunni.

K/H byrjuðu leikinn af krafti og náðu að komast yfir í leiknum á tólftu mínútu með marki frá Diego Moreno Minguez, gestirnir náðu hinsvegar að jafna leikinn tuttugu mínútum síðar með marki frá Sæmundi Óla Björnssyni. Á 34. mínútu fengu K/H vítaspyrnu og var það Ingvi Rafn sem tók hana og skoraði úr henni, staðan 2-1 í hálfleik fyrir K/H.

Í seinni hálfleik náðu Úlfarnir aftur að jafna með marki frá Andra Þór Sólbergssyni en á 70. mínútu skoraði Diego Moreno Minguez sitt annað mark í leiknum og kom K/H yfir í leiknum. Diego Moreno Minguez var ekkert hættur því hann náði að gulltryggja þrennu sína með marki á 75. mínútu. Þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma varð Sæmundur Óli Björnsson fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið mark. Þannig enduðu leikar 5-2 sigur K/H.

Næsti leikur hjá K/H er á laugardaginn 6. júlí á móti KB og verður leikurinn spilaður á Blönduósvelli klukkan 16:00.

/EÍG  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir