Kristofer Acox beðinn afsökunar á ummælum sem féllu í leik Tindastóls og KR

Stjórn KKD Tindastóls hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmar og jafnframt fordæmir það atvik sem átti sér stað í leik Tindastóls og KR í Dominosdeild karla í gærkvöldi (fimmtudag) í Síkinu á Sauðárkróki. „Enginn einstaklingur á að þurfa að upplifa fordóma eða rasisma og er það hlutverk allra sem koma að íþróttinni að standa saman um að útrýma svoleiðis hegðun,“ segir í tilkynningunni.

Kristofer Acox greindi frá rasismaupplifun í Síkinu í gær, á Tvitter síðu sinni.

 

 

„Stjórn KKD Tindastóls vill biðja leikmann KR, Kristofer Acox, innilegrar afsökunar á framferði stuðningsmanns Tindastóls. Verður þetta atvik tekið föstum tökum og mun stjórn KKD Tindastóls gera allt í sínu valdi til að komast til botns í þessu máli ásamt því að fyrirbyggja að svona háttsemi endurtaki sig.“

Fh KKD Tindastóls
Ingólfur Jón Geirsson
formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir