Kvennasveit GSS keppir á Íslandsmóti golfklúbba
Kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks tekur þátt í Íslandsmóti Golfklúbba, 1.deild, sem haldið verður nú um helgina, dagana 26.-28.júlí. Átta sveitir eru í deildinni. Að þessu sinni verður leikið á tveimur völlum og er það nýlunda, hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbnum Oddi (GO). 1. deild karla verður einnig leikin samtímis á þessum völlum.
Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni þar sem sex spila í einu þ.e. fjórir tvímenningsleikir og einn fjórmenningur.
Sveit Golfklúbbs Sauðárkróks skipa:
Anna Karen Hjartardóttir
Árný Lilja Árnadóttir
Dagbjört Hermundsdóttir
Hildur Heba Einarsdóttir
Sigríður Elín Þórðardóttir
Sólborg Hermundsdóttir
Telma Ösp Einarsdóttir
Liðsstjóri: Árný Lilja Árnadóttir
Liðin sem leika í 1. deild kvenna eru:
A-riðill: Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Golfklúbbur Suðurnesja og Golfklúbbur Vestmannaeyja.
B-riðill: Golfklúbburinn Keilir, Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar, Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Sauðárkróks.
Hægt verður að fylgjast með stöðunni á www.golf.is þar sem uppfært verður að loknum hverjum leik.