Laufey Harpa valin í æfingahóp landsliðsins

Laufey Harpa að leik loknum sl. sumar. MYND: ÓAB
Laufey Harpa að leik loknum sl. sumar. MYND: ÓAB

Nýr landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Þorsteinn H. Halldórsson, hefur valið 26 leikmenn til að taka þátt í æfingum í næstu viku en allar stúlkurnar í hópnum leika á Íslandi. Einn leikmaður úr liði Tindastóls er í hópnum, Laufey Harpa Halldórsdóttir, en að öllum líkindum er hún fyrsti meistaraflokksleikmaðurinn sem er valinn í æfingahóp landsliðsins sem leikmaður Tindastóls.

Sannarlega mikill heiður og verðskuldaður en Laufey hefur spilað frábærlega með liði Tindastóls síðustu tímabil. Hún verður 21 árs á árinu en á að baki 86 leiki með liði Tindastóls og hefur skorað í þeim sjö mörk sem er ekki slæmt fyrir vinstri bakvörð!

Þetta er í fyrsta sinn sem Laufey er valin í æfingahóp íslenska landsliðsins en þar sem hópurinn er eingöngu skipaður stúlkum sem eru að spila á Íslandi þá eru þær ansi margar í hópnum sem ekki hafa spilað landsleik – eða 16 stúlkur. Æfingarnar sem verða dagana 16.–19. febrúar fara fram í Kórnum í Kópavogi.

Hópur:

Sandra Sigurðardóttir | Valur | 34 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir | 1 leikur
Telma Ívarsdóttir | Breiðablik
Kristín Dís Árnadóttir | Breiðablik
Barbára Sól Gísladóttir | Selfoss | 2 leikir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 2 leikir
Hildur Þóra Hákonardóttir | Breiðablik
Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir
Katla María Þórðardóttir | Fylkir
Sóley María Steinarsdóttir | Þróttur R.
Natasha Moraa Anasi | Keflavík | 2 leikir
Laufey Harpa Halldórsdóttir | Tindastóll
Málfríður Anna Eiríksdóttir | Valur
Sigríður Lára Garðarsdóttir | Valur | 20 leikir
Karitas Tómasdóttir | Selfoss
Andrea Mist Pálsdóttir | Breiðablik | 3 leikir
Ásdís Karen Halldórsdóttir | Valur
Þórdís Elva Ágústsdóttir | Fylkir
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir | Þróttur R.
Anna Rakel Pétursdóttir | Valur
Stefánia Ragnarsdóttir | Fylkir
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 33 leikir, 2 mörk
Diljá Ýr Zomers | Valur
Elín Metta Jensen | Valur | 54 leikir, 16 mörk
Karen María Sigurgeirsdóttir | Þór/KA
Magdalena Anna Reimus | Selfoss

- - - - -

Heimild: Fótbolti.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir