Leikmaður Tindastóls valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar hjá U16 karla í knattspyrnu

Jón Gísli ásamt föður sínum. Mynd: Úr myndasafni
Jón Gísli ásamt föður sínum. Mynd: Úr myndasafni

Landsliðsþjálfararnir, Davíð Snorri Jónasson og Þorvaldur Örlygsson, hafa tilkynnt hópa fyrir úrtaksæfingar U16 og U18,  sem fara fram helgina 6. og 7. júlí.  Æfingarnar fara fram á æfingasvæði Fram í Safamýri.

Jón Gísli Eyland Gíslason, leikmaður Tindastóls, hefur verið valinn í æfingahóp fyrir úrtaksæfingar U16. Jón Gísli, sem er fæddur árið 2002, á að baki átta landsleiki með U17 landsliðinu. Jón Gísli lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki Tindastóls, þá einungis fjórtán ára gamall og var þá yngsti leikmaður í sögu Tindastóls til að leika með meistaraflokki.

 

/Lee Ann

Fleiri fréttir