Leikur Fjölnis og Tindastóls verður ekki leikinn á ný

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur tekið fyrir kæru Fjölnis vegna leiks þeirra við Tindastól í Domino´s deildinni, sem fram fór íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 9. febrúar sl. Hafnar nefndin að leikurinn skuli endurtekinn og láta úrslit leiksins standa óhögguð.

Helstu málavextir eru þeir að lokakarfa Tindastóls er tekin þegar 4 - 5 sek. eru umfram þær 24 sek. sem lið hefur til að klára sókn. Klukkan virðist ekki hafa verið sett í gang og 29 sek. voru eftir af leiknum. Þannig segir kærandi að lokakarfa Tindastóls hefur alltaf átt að vera ólögleg og þau stig sem sett voru á leikskýrslu aldrei átt að gilda og aldrei átt að fara á skýrslu leiksins".

Af hálfu kærða eru ekki gerðar athugasemdir við lýsingu kæranda á málsatvikum, en í greinargerð kærða segir m.a.: "Fyrir liggur að þegar kærði hóf sína síðustu sókn í leiknum voru 28 sekúndur eftir á leikklukku. Samkvæmt því hefði skotklukka átt að sýna 24 sekúndur þegar sóknin hófst. Tímavörður gerði hins vegar þau mistök að gangsetja ekki skotklukkuna. Þessi mistök séu hörmuð.

Dóminn er hægt að nálgast HÉR

Fleiri fréttir