Loftur Páll kominn í Pepsi Max með Breiðhyltingum

Loftur Páll í leik með Tindastól sumarið 2013. Andstæðingurinn lið Leiknis Reykjavík. MYND: ÓAB
Loftur Páll í leik með Tindastól sumarið 2013. Andstæðingurinn lið Leiknis Reykjavík. MYND: ÓAB

Skagfirski varnarjaxlinn Loftur Páll Eiríksson, sem leikið hefur með liði Þórs Akureyri síðustu árin, hefur skipt úr Lengju-deildinni upp í Pepsi Max en hann gekk í dag, samkvæmt frétt á mbl.is, frá félagaskiptum yfir í lið Leiknis Reykjavík. Leiknismenn hafa ekki leikið í efstu deild síðan sumarið 2015 en þeir voru í öðru sæti Lengju-deildarinnar þegar tímabilið var flautað af fyrir síðustu áramót.

Loft­ur Páll, sem er frá Beingarði í Hegranesi, hef­ur leikið 147 leiki í 1. deild með liðum Tindastóls og Þórs og skorað í þeim fimm mörk. Hann var fastamaður í liði Þórs á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.

Hann var að segja má í síðasta gullaldarhópi Tindastóls, strákar fæddir 1992-93 sem margir hverjir hafa gert góða hluti í efri deildum. Loftur kom fyrst inn í meistaraflokkslið Tindastóls í 2. deildinni 2009, þá 17 ára gamall og hann spilaði með uppeldisfélaginu sínu sumrin 2012 og 2013 þegar lið Tindastóls var í 1. deild. Hann skipti yfir í Þór Akureyri fyrir tímabilið 2015.

Feykir óskar Lofti Páli til hamingju með áfangann og óskar honum velfarnaður í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir