Lukasz Knapik sigraði Unglistarmótið 2023

f.v. Matthías Örn, Arnar Geir, Lukasz Knapik og Karl Helgi. Mynd: Pílufélag Hvammstanga.
f.v. Matthías Örn, Arnar Geir, Lukasz Knapik og Karl Helgi. Mynd: Pílufélag Hvammstanga.

Unglistarmótið 2023 var haldið í gærkvöldi í glæsilegum heimkynnum Pílufélags Hvammstanga þar sem Matthías Örn, þrefaldur íslandsmeistari í pílukasti var mótsstjóri.

Leikar fóru þannig að í fyrsta sæti var Lukasz Knapik, Karl Helgi í því öðru og Arnar Geir varð þriðji. 

Eftirspurnin eftir mótinu var mikil enda var orðið uppbókað tveimur vikum fyrir mót, líkt og í fyrra. Karl Helgi fékk vegleg verðlaun fyrir að hitta fyrsta 180 kvöldsins. 

Sigurvegarar kvöldsins fengu merkta verðlaunagripi og vegleg gjafabréf í boði Sjávarborg.

Mótsgjald mótsins (112.000 kr.) fór allt inn á styrktarreikning tveggja kvenna á Hvammastanga sem berjast við krabbamein.

 

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir