Margrét Rún semur við lið Gróttu

Margrét Rún komin í Gróttulitina en liðið gerir út frá Seltjarnarnesi. MYND AF VEF GRÓTTU
Margrét Rún komin í Gróttulitina en liðið gerir út frá Seltjarnarnesi. MYND AF VEF GRÓTTU

Stólastúlkan Margrét Rún Stefánsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Gróttu sem teflir fram liði í 1. deild kvenna. Margrét kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Tindastóli en hún er fædd árið 2005. Margrét er efnilegur markmaður sem á að baki fjóra landsleiki með U16 og U17 ára landsliði Íslands.

Matthías Guðmundsson, þjálfari Gróttu, fagnar komu Margrétar til félagsins á Facebook-síðu félagsins: ,,Við erum gríðarlega ánægð með að fá Margréti Rún til liðs við Gróttu næstu þrjú árin. Margrét er mjög efnilegur markmaður sem á eftir að taka miklum framförum í herbúðum Gróttu.”

Margrét hefur ekki fengið marga sénsa hjá liði Tindastóls þar sem bandarískir stjörnumarkmenn hafa ráðið ríkjum síðustu tímabilin. Hún var þó á vaktinni með 2. flokki Norðvesturúrvalsins síðustu sumur og stóð sig með mikilli prýði. Við óskum Margréti velfarnaðar á nýjum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir