Markalaust jafntefli í miklum baráttu leik á Sauðárkróksvelli

Það var hart barist í gær á Sauðárkróksvelli. MYND: Jóhann Sigmarsson
Það var hart barist í gær á Sauðárkróksvelli. MYND: Jóhann Sigmarsson

Tindastóll fékk lið Völsungs í heimsókn á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Það var mikil harka í þessum leik og ætluðu bæði lið að taka öll þrjú stigin. Tindastóll var meira með boltann í fyrri hálfleik en þetta jafnaðist út í þeim seinni.

Tindastóll byrjaði leikinn af ákafa en náðu samt ekki að skapa sér færi fyrr en rétt fyrir hálfleik þá náði Benni  góðum bolta inn í , boltinn hrökk á Alvaro Igualada sem snéri baki við markið en náði ágætis skoti á markið en Stefán Óli markvörður Völsungs sá við honum, fleiri urðu færin ekki í fyrri hálfleik.

Á 50. mínútu fékk Tindastóll aukaspyrnu vinstra megin við mark Völsungs, Benni tók hana en boltanum var skallað burt en ekki nógu langt því Jónas fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Völsungs og átti gott skot en boltinn fór rétt framhjá. Á 67. mínútu náði Tindastóll góðu hraðaupphlaupi sem endaði með ágætis skoti frá Alvaro Igualada en Stefán Óli sá við honum í annað skiptið í leiknum. Þegar lítið var eftir af leiknum þá fékk Ísak geggjaða sendingu inn fyrir vörnina en náði ekki skoti á markið því varnarmaður Völsungs náði rétt svo að pikka í boltann með stóru tánni. Ekki voru fleiri færi í leiknum og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Þetta er allt að koma hjá Tindastól, spilamennskan er á fínum kafla góð. Það vantar ekki upp á baráttuna hjá þeim og náðu þeir að halda markinu í fyrsta skipti í sumar hreinu og er það mjög jákvætt. Nú er bara að halda áfram og byggja ofan á þessa frammistöðu. Næsti leikur hjá Tindastól er á móti Kára og mun sá leikur vera spilaður í Akraneshöllinni fimmtudagskvöldið 4. júlí klukkan 19:15.  

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir