Meistari meistaranna

Þessi leikur verður eitthvað. MYND SIGURÐUR SNÆR ELEFSEN INGASON
Þessi leikur verður eitthvað. MYND SIGURÐUR SNÆR ELEFSEN INGASON

Nú verður hitað upp fyrir veturinn með körfuboltaveislu í Síkinu, sunnudaginn 24.september, þegar Íslandsmeistararnir í Tindastól bjóða bikarmeistarana í  Val í heimsókn og spila um titilinn Meistari meistaranna. Dómarar verða væntanlega mættir með nýja samninga uppá vasann til að blása í flautur 19:15. Hamborgararnir, Tindastólsvarningurinn og árskortin verða til sölu á staðnum.

Vonandi verða allir leikmenn komnir í skó og tilbúnir á parketið, það er ennþá aðeins spurning með þann allra nýjasta, Stephen Domingo. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport, en það þarf enginn að velta því fyrir sér sem á heimangengt í Síkið.

Það er stanslaust stuð framundan því í dag klukkan 17:30-19:00 er Tindastólsdagur körfuknattleiksdeildarinnar þar sem fram fer kynning á meistarflokkum kvenna og karla. Búningamátun fyrir iðkendur, stingerkeppni, þrautabraut, 3x3 útsláttarkeppni og að sjálfsögðu árskortasala.

Ef þið hélduð að þetta væri allt þá er ekki svo því á laugardaginn 23.september klukkan 21:00 verður stuðningamannakvöld körfuknattleiksdeildarinnar haldið á Kaffi Krók. Þar mæta þeir Pavel Ermolinskij, þjálfari meistaraflokks karla, og Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, og fara yfir plan vetrarins. Pubquiz, uppboð, árskortasala og að sjálfsögðu stuð og almenn gleði. Svo er hægt að gera bara ráð fyrir að okkar kona, Sigríður Inga, verði ekki langt undan með varninginn. Það þarf ekki að taka fram við stuðningsmenn Tindastóls að fjölmenna á þessa viðburði, því þið að sjálfsögðu mætið! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir