Mikið um að vera á Hlíðarenda

Starfsemi Golfklúbbbs Sauðárkróks er komin á fullt skrið þetta árið en samkvæmt fréttatilkynningu frá GSS er fullt í tvö byrjendanámsskeið og þegar farið að taka á móti skráningum í það þriðja, sem hefst þriðjudaginn 19. júní. 

Næstkomandi föstudag munu yngri golfarar standa fyrir Golfmaraþoni og er ætlunin að spila í að minnsta 1000 holur.

„Á laugardag verður eitt glæsilegasta kvennamót sem haldið er á landinu og hafa þegar skráð sig hátt í 50 þáttakendur frá ýmsum klúbbum,“ segir í fréttatilkynningu en þá eru gestir velkomnir á Hlíðarenda, „- þessa perlu í hjarta Skagafjarðar, hvort sem er til að spila golf eða setjast niður og fá sér léttar veitingar,“ segir loks í tilkynningu.

Fleiri fréttir