Minningarbikar um Stefán Guðmundsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur til Kristu Sólar

Krista Sól Nielsen með afreksbikar og viðurkenningarskjal. Mynd: PF.
Krista Sól Nielsen með afreksbikar og viðurkenningarskjal. Mynd: PF.

Krista Sól Nielsen fékk á dögunum afhentan afreksbikar við athöfn Menningarsjóðs KS í Kjarnanum á Sauðárkróki. Um farandbikar er að ræða til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Krista Sól er knattspyrnukona hjá Tindastóli, fædd árið 2002. 

Í umsögn um Kristu Sól kemur fram að í gegnum árin hafi hún æft með yngri flokkum Tindastóls en leiki nú með meistaraflokki félagsins. „Þrátt fyrir ungan aldur var hún orðin fastamaður í liði Tindastóls í sumar allt þar til hún slasaðist illa á hné í einum leiknum. Síðan þá hefur Krista verið frá æfingum en hún fór í aðgerð í nóvember og ljóst er að hún muni ekki snúa aftur á völlinn fyrr en næsta sumar. Krista Sól lifir fyrir íþróttina sína og hefur alla tíð verið metnaðargjörn. Hún er frábær einstaklingur, mikil keppniskona og hún mun koma sterk til baka.“

Móðir Kristu Sólar er Erna Nielsen og fósturfaðir Gestur Sigurjónsson á Sauðárkróki sem nú dvelja í Danaveldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir