Murr verður með Stólunum í sumar

Murr í leik með Stólum síðasta sumar. Mynd af Facebook.
Murr í leik með Stólum síðasta sumar. Mynd af Facebook.

Fyrr í kvöld skrifaði Murielle Tiernan, eða bara Murr eins og flestir þekkja hana, undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls um að spila með liðinu næsta sumar. Miklar vonir voru bundnar við endurkomu hennar á Krókinn en Murr lék við góðan orðstír með Stólunum síðasta sumar.

Á Facebooksíðu knattspyrnudeildar Tindastóls kemur fram að Murr, sem skoraði 25 mörk í 15 leikjum í fyrra, sé án efa leikmaður í hæsta gæðaflokki á Íslandi og hafa mörg félög í efstu deild reynt að fá hana til liðs við sig.

„Henni leið hins vegar vel á Króknum síðasta sumar og kaus því frekar að koma aftur til okkar en að fara annað á Íslandi. Óhætt er að segja að þetta séu algjörlega frábærar fréttir fyrir kvennaliðið og alla stuðningsmenn. Velkomin heim Murr!,“ segir í færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir