Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Fyrir átta árum var líka leikið í úrslitakeppni í Síkinu. Hér er það Ragnar Ágústsson sem rúllar Króksa, á sendilshjoli Bjarna heitins Har,  inn á völlinn með keppnisboltann. Raggi mætir til leiks í kvöld en sennilega ekki á hjóli. MYND: ÓAB
Fyrir átta árum var líka leikið í úrslitakeppni í Síkinu. Hér er það Ragnar Ágústsson sem rúllar Króksa, á sendilshjoli Bjarna heitins Har, inn á völlinn með keppnisboltann. Raggi mætir til leiks í kvöld en sennilega ekki á hjóli. MYND: ÓAB

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.

Eins og flestir ættu að vita þá vann lið Tindastóls fyrsta leikinn í Ljónagryfjunni af öryggi og vilja sennilega halda uppteknum hætti í kvöld. Það má hinsvegar bóka það að þeir grænu munu gefa allt í leikinn til að ná frumkvæðinu í einvígi liðanna á ný.

Fjölmennum í Síkið með góða skapið í farteskinu og öll náttúruleg stuðningstæki – raddbönd og lófa – upptrekkt og til í tuskið. Fólk er sem fyrr hvatt til að ganga á keppnisstað ef kostur er. Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir