Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla

Kormákur/Hvöt er í 4. sæti í deildinni
Kormákur/Hvöt er í 4. sæti í deildinni

Kormákur/Hvöt(K/H) gerðu góða ferð suður í Hafnarfjörð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍH í 4. deild karla síðastliðinn föstudag.

Markalaust var í hálfleik en mörkin létu sjá sig í seinni hálfleiknum, en það var ekki fyrr en á 74. mínútu þegar Sigurður Bjarni náði að koma K/H yfir í leiknum. Fjórum mínútum síðar þá fékk Eggert Georg leikmaður ÍH að líta á sitt annað gula spjald og þar með rautt í leiðinni . Á 83. mínútu varð Kristinn Óli Haraldsson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Króli fyrir því óláni að skora sjálfsmark þannig að við getum orðað það þannig að þetta mark var alveg BOBA Bomba. Þar með úrslitin ráðin 2-0 sigur K/H.

Næsti leikur hjá K/H er á móti Úlfunum og verður leikurinn spilaður á Blönduósvelli föstudaginn 28. júní klukkan 19:00.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir