Pape Mamadou Faye til liðs við Stólana

Pape hér í leik með liði Víkings Reykjavík. MYND AF FB
Pape hér í leik með liði Víkings Reykjavík. MYND AF FB

Fótbolti.net segir frá því að sóknarmaðurinn Pape Mamadou Faye sé genginn í raðir Tindastóls og muni leika með liðinu í 3. deildinni í sumar. Kappinn verður kominn með leikheimild á morgun og gæti tekið þátt í leik Stólanna gegn KFG á sunnudag.

Pape, sem er þrítugur, er uppalinn í Fylki en hefur einnig leikið með Leikni Reykjavík, Grindavík, Víkingi Reykjavík, Vestra,Víkingi Ólafsvík og Þrótti Vogum þar sem hann spilaði síðast hér á klakanum sumarið 2019.

Pape hefur leikið 206 leiki á Íslandi og skorað í þeim 55 mörk.

Heimild: Fótbolti.net

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir