Penninn á lofti hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls. Tess áfram í Síkinu og fleiri heimastúlkur

Tess með Ingólfi formanni körfuknattsdeildarinnar. MYND: TINDASTÓLL
Tess með Ingólfi formanni körfuknattsdeildarinnar. MYND: TINDASTÓLL

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við fjóra leikmenn til viðbótar hjá meistaraflokki kvenna sem munu spila með liðinu á næsta tímabili.

Í síðustu viku kom inn fréttatilkynning hjá Kkd. Tindastóls um að 4 aðrar stúlkur höfðu skrifað undir nýjan samning. 10 aðrir leikmenn höfðu skrifað undir nýjan samning hjá Tindastól fyrr í maí mánuði og spiluðu þær allar fyrir Stólana á síðustu leiktíð.

 Í þessum hóp eru þrjár heimastúlkur þær Hildur Heba Einarsdóttir, Eva Rún Dagsdóttir og Erna Rut Kristjánsdóttir.  Síðan hefur hún Tessondra Williams einnig tekið ákvörðun um að koma aftur og taka annað ár með Tindastól. Tessondra Williams var valin besti erlendi leikmaðurinn í 1 deild kvenna á lokahófi KKÍ á síðustu leiktíð. Hún var að skila 29,6 stigum, 8,8 fráköstum og 3,8 stoðsendingum í meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Tindastóll endaði í 6.sæti í 1. deild kvenna á síðasta tímabili og verður gaman að sjá stelpurnar etja kappi á næsta tímabili.

/EÍG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir