Púttmótaröð og kynning á inniaðstöðu
Sunnudaginn 3. nóvember frá 14:00-16:00 verður opið hús í inniaðstöðu Golfklúbbs Sauðárkróks að Borgarflöt 2 – „Flötinni“. Þar verður m.a. kynnt púttmótaröð sem verður spiluð öll fimmtudagskvöld í vetur. Reglur um mótaröðina verða kynntar á sunnudaginn auk þess sem golfhermirinn verður í gangi.
Golfklúbburinn hvetur alla áhugasama til að mæta og skoða og prófa nýju aðstöðuna en hægt verður að fá lánaða púttera á staðnum.