Rannveig bætist við í hóp Tindastóls

Grafík: Halldór Halldórsson
Grafík: Halldór Halldórsson
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Rannveigu Guðmundsdóttur um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur.
 
Rannveig kemur til Tindastóls frá Njarðvík en áður hafði hún spilað með Valencia á Spáni, hún mun einnig vera í Körfuboltakademíu Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
 
Helgi Freyr þjálfari segist mjög glaður með komu Rannveigar til liðsins “Hún er jákvæður og metnaðarfullur leikmaður sem við hlökkum til að vinna með í vetur. Rannveig er hávaxin og kröftug og spilar sem miðherji”

,,Við bjóðum Rannveigu hjartanlega velkomna á Krókinn og hlökkum til að sjá hana spila í Síkinu í vetur," segir í tilkynningur frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir