Raul og Quico með liði Tindastóls í sumar

Samkvæmt fréttum á Tindastóll.is hefur knattspynudeild Tindastóls,samið við tvo spænska leikmenn um að spila með karlaliðinu í sumar en strákarnir hefja senn leik í 3. deild. Um er að ræða framherjann Raul Sanjuan Jorda og Francisco Vañó Sanjuan sem er sókndjarfur miðjumaður.

Raul er 27 ára gamall og sagt er að hann sé klókur leikmaður sem mun styrkja liðið verulega í baráttunni í sumar. Hinn leikmaðurinn, Quico, eins hann er kallaður, er 26 ára sóknardjarfur miðjumaður, Það verður spennandi að fylgjast með þeim félögum á vellinum með liði Tindastóls í sumar.

Fyrsti leikur Tindastóls í 3. deildinni verður á Samsung-vellinum í Garðabæ nú á sunnudaginn kl. 13:00 en strákarnir eiga síðan leik á Króknum fimmtudaginn 13. maí, uppstigningardag, og hefst leikurinn kl. 16:00. Líkt og í fyrra eru það tólf lið sem taka þátt í 3. deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir