Sænski landsliðsmaðurinn Thomas Masssamba til liðs við Stólana

Thomas Massamba. MYND AF NETINU
Thomas Massamba. MYND AF NETINU

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við Thomas Massamba um að leika með meistaraflokki karla næsta tímabil. Thomas Massamba er sænskur landsliðsmaður sem var byrjunarliðsmaður fyrir Svía í síðasta landsliðsglugga. Hann er bakvörður með mikla reynslu og mest þekktur fyrir að spila góðan varnarleik, leikskilning og leiðtogahæfni.

Massamba er 35 ára gamall, 185 sm á hæð og hefur reynsluna af því að vinna titla á sínum langa atvinnumannsferli en hann hefur unnið titla í Svíþjóð, Búlgaríu, Kýpur, Kosovo og Tékklandi. Á síðustu leiktíð spilaði hann með Phoenix Brussels í efstu deild í Belgíu en sú deild er mjög sterk.

Hér má sjá Massamba í aksjón >

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir