Sex skrifa undir hjá karlaliði Tindastóls í fótbolta

Þetta eru þeir Svend Emil Busk Friðriksson, Gabríel M. Jóhannsson, Atli Dagur Stefánsson, Jónas Ólafsson, Arnar Ólafsson, og Jóhann Daði Gíslason. Fyrir framan þá sitja Sigurður Halldórsson, formaður, og Magnús Helgason, gjaldkeri knattspyrnudeildar Tindastóls. Aðsend mynd.
Þetta eru þeir Svend Emil Busk Friðriksson, Gabríel M. Jóhannsson, Atli Dagur Stefánsson, Jónas Ólafsson, Arnar Ólafsson, og Jóhann Daði Gíslason. Fyrir framan þá sitja Sigurður Halldórsson, formaður, og Magnús Helgason, gjaldkeri knattspyrnudeildar Tindastóls. Aðsend mynd.

Í gær skrifuðu sex ungir leikmenn í meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Tindastóli undir nýjan samning, þann fyrsta hjá nýrri stjórn deildarinnar. Þetta voru þeir Jóhann Daði Gíslason, Jónas Ólafsson, Arnar Ólafsson, Atli Dagur Stefánsson, Gabríel M. Jóhannsson og Svend Emil Busk Friðriksson.

Stólar leika í  3. deild Íslandsmótsins og verður fyrsti leikur gegn Knattspyrnufélagi Garðabæjar, KFG á Samsung-vellinum sunnudaginn 9. maí. Önnur lið í þeirri deild eru Elliði úr Árbæjarhverfi, Ægir Þorlákshöfn, Höttur/Huginn Egilsstöðum/Seyðisfirði, Sindri Höfn, Einherji Vopnafirði, Augnablik Kópavogi, ÍH Hafnarfirði, Dalvík/Reynir Árskógströnd og Víðir Garði.

Á aðalfundi knattspyrnudeildarinnar fyrir helgi sagði Sigurður Halldórsson, nýkjörinn formaður, að stefnan væri sú að halda í horfinu og tryggja veru liðsins í 3. deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir