Skákfélag Sauðárkróks í 2. sæti

Við upphaf 4. umferðar. Talið frá vinstri, Árni Þór Þorsteinsson, Þór Hjaltalín, Unnar Ingvarsson, Pálmi Sighvats, Birgir Örn Steingrímsson og Jón Arnljótsson. Mynd: Einar Örn Hreinsson.
Við upphaf 4. umferðar. Talið frá vinstri, Árni Þór Þorsteinsson, Þór Hjaltalín, Unnar Ingvarsson, Pálmi Sighvats, Birgir Örn Steingrímsson og Jón Arnljótsson. Mynd: Einar Örn Hreinsson.

Um nýliðna helgi fór fram fyrri hluti Íslandsmóts Skákfélaga 2018-19, í Rimaskóla, í Reykjavík og sendi Skákfélag Sauðárkróks sveit til keppni í 3. deild.  Fyrsta umferð fór fram á föstudagskvöldið og mætti skagfirska sveitin B sveit Vinaskákfélagsins og vann 5-1. 

Á laugardaginn voru tefldar tvær umferðir og vann sveitin C sveit Víkingaklúbbsins með 3 ½ vinningi gegn 2 ½  og sveit Taflfélags Akraness 4-2. 

Á sunnudaginn var síðan tefld 4. umferð, en þá tapaði sveitin fyrir B sveit Taflfélags Garðabæjar með 2 1/2 - 3 1/2 og er sú sveit í efsta sæti með 8 stig og 15 vinninga, en 2 stig fást fyrir sigur í hverri viðureign.

Á heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks segir að stigin gildi hærra en vinningafjöldinn, sem ræður þá röðun þegar stigin eru jöfn. Skákfélag Sauðárkróks kemur næst í 2. sæti með 6 stig og 15 vinninga, en Taflfélag Akraness í 3. sæti með hálfum vinningi minna. Skáksamband Austurlands er einnig með 6 stig og þeir hafa 12 1/2 vinning.

Sjá nánar á https://skakkrokur.blog.is/blog/skakkrokur/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir