Skráning hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Feykir greindi frá því fyrr í mánuðinum að Körfuknattleiksdeild Tindastóls yrði með körfuboltabúðir á Króknum dagana 11.–16. ágúst 2020. Búðirnar eru ætlaðar körfuboltakrökkum á aldrinum 9-18 ára, bæði strákum og stelpum. Nú í vikunni hófst skráning í búðirnar á viðkomandi Facebook-síðu.

Það er Baldur Þór Ragnarsson sem er yfirþjálfari búðanna og aðrir þjálfarar sem boðað hafa komu sína í búðirnar eru þeir Finnur Freyr Stefánsson, Israel Martin og Árni Eggert Harðarson.

 Full verð í Körfuboltabúðir Tindastóls er kr. 60.000 og felur í sér þjálfun, gistingu og fullt fæði frá 11.–16. ágúst. Verð í þjálfun og annað hvort gistingu eða fæði er kr. 50.000 og ef þátttakendur sleppa bæði gistingu og fæði er kostnaður kr. 40.000. Þá er 15% systkinaafsláttur og iðkendur hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls, sem áhuga hafa á að taka þátt, eru hvattir til að senda fyrirspurn á netfangið budirtindastoll@gmail.com 

Skráning fer fram á www.facebook.com/korfuboltabudirtindastols/ og þar má einnig finna nánari upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir