Skrifað undir samninga fyrir næstu leiktíð
Í lok síðustu viku var skrifað undir samninga við níu leikmenn hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls. Gengið var frá samningi við þann tíunda í dag, en hann var erlendis að keppa með landsliðinu þegar undirritunin fór fram.
Allir þessir leikmenn munu æfa með meistaraflokki næsta vetur og hluti af þeim kemur einnig til með að spila með meistaraflokki. Þeir munu líka allir spila með drengja- og unglingaflokki.
Að sögn Jóns Inga Sigurðssonar verður skrifað undir samninga við fleiri leikmenn á næstu dögum. Leikmennirnir sem hafa skrifað undir samning eru eftirfarandi:
Agnar Ingi Ingimundarson, Árni Freyr Sigurðsson, Finnbogi Bjarnason, Friðrik Hrafn Jóhannsson, Friðrik Þór Stefánsson, Hannes Ingi Másson, Pétur Rúnar Birgisson, Sigurður Páll Stefánsson, Viðar Ágústsson og Þröstur Kárason.
Meðfylgjandi mynd sendi Jón Ingi Sigurðsson til Feykis.