Stelpurnar mæta Fjölni í Síkinu í kvöld

Árni Eggert Harðarson að leggja línurnar. Mynd: Hjalti Árna.
Árni Eggert Harðarson að leggja línurnar. Mynd: Hjalti Árna.

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn fyrsta heimaleik í kvöld kl. 18:00 í 1. deildinni þegar Fjölnisstúlkur mæta í heimsókn. Stelpurnar hafa spilað nokkra æfingaleiki síðustu vikur og gengið vel, unnu alla nema einn, en nú tekur alvaran við. 

Stelpunum er spáð 3. sæti með 132 stig í deildinni en Fjölni er spá 2. sætinu með 176 stig.

Það er því ekkert annað í stöðunni en að mæta í Síkið og styðja stelpurnar til sigurs.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir