Stöðug fjölgun hjá GSS og félagsmenn nú 339
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
10.07.2025
kl. 08.57

Hlíðarendavöllur þykir einn albesti níu holu golfvöllur landsins. Á neðri myndinni er Aldís formaður nýbúin að slá kúluna. MYNDIR: HJALTI ÁRNA
„Þessa dagana stendur yfir árlegt Meistaramót GSS líkt og hjá flestum golfklúbbum landsins. Þetta er skemmtilegasti og annasamasti tími sumarsins en þá stendur yfir keppni félagsmanna á öllum aldri og getustigum,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, formaður Golfklúbbs Skagafjarðar, í samtali við Feyki. Við fengum Aldísi til að segja frá því helsta sem er að gerast í golfinu í Skagafirði og hvað sé framundan.