Tap á móti KR um sl. helgi hjá mfl. kvenna

Mynd úr leik mr. flokks kvenna á síðasta tímabili.
MYND: TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐU KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS
Mynd úr leik mr. flokks kvenna á síðasta tímabili. MYND: TEKIN AF FACEBOOK-SÍÐU KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hélt í Vesturbæinn 15. október, þar sem þær léku á móti KR. Stelpunar í KR náðu strax yfirhöndina í leiknum og lauk fyrsta leikhluta þeim í hag þar sem þær höfðu skorað 25 stig á móti 16 hjá Tindastól.

Tindastólsstúlkur stóðu svo í KR í öðrum leikhluta og lauk hann þannig að KR var með 18 sig á móti 13 hjá Tindastól og staðan því orðin 43-29 í hálfleik. Stúlkurnar í KR höfðu svo sömu yfirburði í seinni hálfleik og lauk þriðji leikhluti með 22 stigum á móti 15 og áfram höfðu KR yfirhöndina í þeim fjórða og lauk sá leikhluti 33-14. Lokatölur í leiknum voru 98-58 KR í vil. Emese Vida var lang atkvæðamest fyrir Tindastól og skilaði 30 stigum og 17 fráköstum.

Næsti leikur hjá stelpunum er 28. október klukkan 18:00 og er það þeirra fyrsti heimaleikur í vetur. Þá taka þær á móti ungmennaflokki Stjörnunnar. Það hefur aðeins hallað undir flatt en þannig er það líka í boltanum, þið takið þetta í næsta leik, allir í Síkið 28. október. Áfram Tindastóll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir