Tap gegn Njarðvík

Í leiknum gegn Njarðvík. Mynd: Davíð Már.
Í leiknum gegn Njarðvík. Mynd: Davíð Már.

Þessi frétt verður eflaust ekki lesin af neinum þar sem fyrirsögnin segir allt sem enginn vildi heyra eða sjá eftir gærkvöldið en staðan er því miður þannig að Tindastóll tapaði gegn Njarðvík í furðulegum leik þar sem nokkir dómar voru vafasamir. Þar sem ég er ekki vön að lasta einn né neinn segi ég ekki meir og við leyfum sögusögnum bæjarins bara að fljóta því þær hafa í þessu tilviki sannleiksgildi. 

Tölfræði leiksins segir að Drungilas hafi verið með 21 stig, Lawson var með 13 stig, Woods með 12 stig, Geks með átta stig, Tóti með sex stig, Ragnar með fimm stig og Pétur með þrjú stig. Sigtryggur Arnar skoraði ekki eina körfu í þessum leik þrátt fyrir nokkrar tilraunir en fyrir þennan leik var hann búinn að skora þriggja stiga körfu í öllum sínum leikjum síðan sautjánhundruð og súrkál og setti nýtt met fyrir nokkrum leikjum síðan. Þeir sem horfðu á leikinn urðu vitni af því að hann fór út af með svaka skurð eftir nokkrar mínútur en kom samt aftur inn á í seinni hálfleik en náði sér því miður aldrei á strik. 

Staðan í deildinni er sú að við erum í 7. sæti en nokkur lið eiga leik á okkur og er líklegt að við föllum eitthvað niður þegar þessi lið hafa spilað sína leiki.

Næsti leikur hjá strákunum er á móti Haukum á Ásvöllum þann 7. mars kl. 19:15. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir