Tap í fyrsta leik Mfl. kvenna í 1. deildinni

Eva í góðum gír í Síkinu. Mynd tekin af Facebook-síðu KKD.
Eva í góðum gír í Síkinu. Mynd tekin af Facebook-síðu KKD.
Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á laugardaginn à þessu tímabili. Þær héldu suður í Breiðholtið þar sem þær kepptu við Aþenu. Fyrsti leikhluti fór 26 - 18 fyrir heimastúlkum. Tindastólsstúlkur áttu ágætis annan leikhluta sem endaði 22-21 fyrir Aþenu. Staðan því í hálfleik 48 - 39. Aþenu stúlkur gáfu svo í í seinni hálfleik og fór þriðji leikhluti 23 - 8 og fjórði leikhluti 29 - 12. Lokatölur voru því 100 - 59 fyrir Aþenu. 
 
Emese var stigahæst með 22 stig, Eva Rún 11 stig, Brynja 8, Inga Sigríður 8, Aníka 4, Emma 3, Rannveig 2, Klara 1
Næsti leikur hjá stelpunum er 15. október gegn KR í DHL höllinni í Vesturbænum.
 
Áfram Tindastóll!

/Sigríður Inga Viggósdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir