Þúsundir skemmta sér í blíðunni á Unglingalandsmóti

Frá mótinu í dag. Mynd: UMFÍ
Frá mótinu í dag. Mynd: UMFÍ

„Blússandi gangur er í öllu og gestir Unglingalandsmótsins glaðir,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

Unglingalandsmót UMFÍ hófst á Sauðárkróki í gær og stendur alla verslunarmannahelgina. Þátttakendur eru rúmlega þúsund á aldrinum 11 til 18 ára, foreldrar þeirra, forráðafólk og systkini sem leika sér saman og keppa í fjölda greina í blíðskapar veðri á Króknum. Ætla má að um fjögur þúsund gestir séu á mótinu.

Um 18 keppnisgreinar eru í boði á mótinu og fjöldi annarra greina sem allir þátttakendur geta komið og prófað og leikið sér í.

Á meðal greinanna sem mótsgestir á öllum aldri geta komið og tekið þátt í án þess að skrá sig sérstaklega eru opinn flokkur í bogfimi, pílukast og frisbígolf.

Mótið verður sett í kvöld og þar koma m.a. fram fótafimi fótboltasnillingurinn Andrew Henderson, landsliðsfólk í fimleikum og margir fleiri sem verða með sýningar og vinnubúðir alla helgina.

 

/UMFÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir