Tilkynning frá Hjólreiðafélaginu Drangey
Hjólreiðafélagið Drangey tilkynnti á facebook síðu sinni að liðið hafi hætt keppni. Hér fyrir neðan má sjá hvað þau sögðu.
„Sorry, því miður þurfti liðið að hætta keppni kl 7:10 í morgun. Við lentum í ofsa veðri undir jökli. Erum hinsvegar að hjóla frá Selfossi í mark“.
Við Getum verið stolt af þeim, þau reyndu sitt besta en veðrið getur sett strik í reikninginn því miður. ÁFRAM Hjólreiðafélag Drangey.
/EÍG