Tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli í dag

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls vill vekja athygli á því að í dag, mánudaginn 23. júní, verða spilaðir tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli.

Fyrri leikurinn byrjar kl. 16:00 en þá tekur THK á móti Þór í 4. flokki karla. Seinni leikurinn er hjá 3. flokki karla og taka þeir á móti KA kl. 19:00. Allir á völlinn!

Fleiri fréttir