Unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls að veruleika

Guðmundur og Íris munu vinna að því að koma starfi unglingaráðs af stað. Mynd af tindatoll.is
Guðmundur og Íris munu vinna að því að koma starfi unglingaráðs af stað. Mynd af tindatoll.is

Á heimasíðu UMF Tindastóls segir að undanfarna mánuði hafi verið í gangi vinna við stofnun unglingráðs og skilgreiningu verkefna þess hjá knattspyrnudeildinni og hafa þau Írisi Ósk Elefsen og Guðmund Helga Gíslason verið fengin til starfa.

„Unglingaráð hefur ekki verið starfandi í deildinni um þó nokkurt skeið en varla þarf að taka fram mikilvægi þess að hafa slíkt ráð starfandi enda stefna knattspyrnudeildar að hlúa vel að barna- og unglingastarfi deildarinnar. Á foreldrafundum haustsins verða skipuð foreldraráð í hverjum yngri flokki fyrir sig og munu þau ráð fyrst og fremst hafa samskipti við unglingaráð, sem hefur forystu í málefnum yngri flokka. Í náinni framtíð er svo stefnt að fullum aðskilnaði á fjárhagi meistaraflokka annarsvegar og yngri flokka hins vegar,“ segir á Tindastóll.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir