Yngvi Magnús Borgþórsson hættur hjá Tindastól

Yngvi Magnús Borgþórsson og Rúnar Rúnarsson við undirritun samnings síðasta haust. Mynd: Tindastóll.
Yngvi Magnús Borgþórsson og Rúnar Rúnarsson við undirritun samnings síðasta haust. Mynd: Tindastóll.

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Yngvi Magnús Borgþórsson hafa komist að samkomulagi að Yngvi hætti störfum sem þjálfari liðsins. Í tilkynningu sem stjórn deildar sendi frá sér kemur fram að Arnar Skúli Atlason, sem var Yngva til aðstoðar undanfarnar vikur, muni taka við þjálfun liðsins á meðan leit stendur yfir að nýjum manni inn í þjálfarateymi meistaraflokks.

„Þrátt fyrir að staða liðsins sé mjög erfið hefur enginn lagt árar í bát og ætlunin er að styrkja liðið fyrir komandi átök, bæði innan frá og utan frá. Knattspyrnudeild Tindastóls vill koma á framfæri þökkum til Yngva fyrir sín störf í þágu knattspyrnunnar á Sauðárkróki, þar fer drengur góður sem lagði sig allan í verkefnið. Öllum ætti að vera ljóst að hann ber ekki einn ábyrgð á gengi liðsins en það er von stjórnar að með þessari breytingu að gengi liðsins innan vallar verði betra. Knattspyrnudeild Tindastóls“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir