Íþróttir

Styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og opnar fyrir skráningu þann 2. júlí. Ungmennasamband Skagafjarðar mun niðurgreiða skráningargjald fyrir alla keppendur frá Skagafirði sem eru 9.400 kr. og lýkur skráningu þann 29. júlí. Öll ungmenni frá aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks og er ekki skylirði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag. 
Meira

U20 strákarnir í 1. sæti í riðlinum

Í gær spiluðu strákarnir í U20 ára karlalið Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð í sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Södertalje, lokatölur 82-78 í mögnuðum sigri. Ísland er því í 1. sæti í sínum riðli en næsti leikur er gegn Danmörku á morgun, laugardag, kl. 14:00. Danir sitja í síðasta sæti í riðlunum og hafa tapað báðum leikjunum sínum.
Meira

Reynir Bjarkan og félagar í U20 unnu fyrsta leikinn

Reynir Bjarkan Róbertsson og félagar í undir 20 ára lið karla í körfubolta lagði Eistland í gær í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en í dag kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.
Meira

Skagfirskir Blikar með smá Húnvetnsku ívafi gera gott körfuboltamót í Danmörku

Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja í körfubolta, Breiðablik, höfnuðu um síðustu helgi í 2. sæti á alþjóðlegu móti sem nefnist Copenhagen Invitational og fór fram í Kaupmannahöfn. Í fyrra var Feykir með frétt um efnilega körfuboltadrengi í MB11 sem væru með skagfirskt blóð í æðum í liði Breiðabliks og nú voru þessir drengir aftur á ferðinni og gerðu heldur betur gott mót.
Meira

Skellur í Kaplakrika

Lið Tindastóls mætti Ferskum Hafnfirðingum í gærkvöldi í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn reyndist gestunum erfiður því lið FH náði snemma tveggja marka forystu sem getur reynst þrautin þyngri að vinna upp. Stólastúlkur minnkuðu muninn í síðari hálfleik en heimastúlkur voru sprækar á lokakaflanum og bættu við tveimur mörkum. Lokatölur 4-1.
Meira

Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.
Meira

Basile tekur slaginn með Stólunum næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um að spila með félaginu á næsta tímabili. Í fréttatilkynningu frá Stólunum segist kappinn vera mjög glaður með að ganga til liðs við Tindastól. „Ég hef spilað gegn liðinu síðustu þrjú ár í úrslitakeppninni og ég get ekki beðið eftir því að fá Tindastólsaðdáendur loksins til að hvetja mig áfram!“
Meira

Íslandsmót og samhjólreiðar um helgina á Norðurlandi vestra

Um helgina verður mikil hjólaveisla í Skagafirði og í Húnavatnssýslu því Íslandsmótin í bæði tímatöku (TT) og götuhjólreiðum (RR) fara fram í Skagafirði. Þá verður einnig samhjól í Húnabyggð á Rabarbarahátíðinni og má því búast við einhverjum töfum á umferð. Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla vegfarendur til að sýna aðgæslu og skipuleggja ferðir sínar eftir bestu getu, út frá tímasetningum hjólareiðafólksins.
Meira

Kalt og blautt minningarmót GSS

Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag. 
Meira

ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.
Meira