Tap á móti Valsmönnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
01.11.2023
kl. 09.39
Meistaraflokkur karla tók á móti Val sl. föstudagskvöld og var bæði geggjuð mæting og stemning í Síkinu sem minnti helst á úrslitaeinvígið í vor. Fyrir leikinn voru Helga Rafni Viggóssyni þökkuð störf hans fyrir fèlagið og fékk treyjan hans sinn stað uppi í rjáfri en hann hefur spilað hvorki meira né minna en 22 tímabil fyrir félagið. Geri aðrir betur. Farið verður yfir feril Helga Rafns í kynningarblaði Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllinn 2023/2024, sem kemur út á næstu vikum og verður dreift í öll hús á Króknum.
Meira