Eva Rún mjög spennt fyrir sumrinu með U20
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.05.2023
kl. 08.56
U20 landslið kvenna í körfubolta tekur þátt í tveimur mótum í sumar, fyrst Norðurlandamótinu í lok júní og Evrópumóti í lok júlí. Sautján stúlkur voru í gær valdar í leikmannahópinn íslenska og tvær þeirra hafa komið upp í gegnum unglingastarf Tindastóls. Það eru þær Eva Rún Dagsdóttir og Marín Lind Ágústsdóttir sem voru valdar í æfingahópinn en síðan verða 12 leikmenn valdir úr til að keppa á NM og EM. Þær sem ekki komast í lokahópinn verða þó áfram í æfingahópnum og klárar í slaginn ef upp koma meiðsli.
Meira