Létt verk hjá Tindastólsmönnum að hoppa yfir Hamrana
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
02.04.2023
kl. 11.44
Þá er apríl genginn í garð og alvaran tekin við í fótboltaheimum. Í gær gerðu Tindastólspiltar góða ferð norður á Greifavöllinn á Akureyri þar sem þær mættu heimamönnum í Hömrunum. Um var að ræða leik í fyrstu umferð Mjólkurbikars KSÍ og eftir öfluga byrjun Stólanna þá reyndist litlum vandkvæðum bundið að landa sigri. Lokatölur 2-7 fyrir Tindastól og eru okkar menn því komnir í aðra umferð.
Meira